Skrýtið að snyrta þorskfés
Maður vikunnar að þessu sinni er frá Þinganesi í Hornafirði. Hún byrjaði að vinna í fiski 17 ára í frystihúsi Kaupfélags Austur-Skaftfellinga. Humar er uppáhalds maturinn og hana langar í frí til sólarlanda.
Nafn:
Sigurbjörg Einarsdóttir.
Hvaðan ertu?
Þinganesi í Hornafirði.
Fjölskylduhagir?
Gift Haraldi Jónssyni, eigum við 3 börn, 1 tengdadóttir og 3 barnabörn.
Hvar starfar þú núna?
Ég er flokkstjóri Í Skinney Þinganes hf.
Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?
Ég byrjaði 1976 þá 17 ára að aldri í frystihúsi Kaupfélagsins sem er Skinney Þinganes núna.
Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?
Að sjá hvernig þróunin hefur verið á meðferð og nýtingu aflans og þróun á vinnslulínum.
En það erfiðasta?
Þegar hlutirnir ganga ekki upp.
Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?
Þegar ég snyrti þorskfés fyrst.
Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?
Búin að vinna með svo mörgu góðu fólki í gegnum ævina að það væri óðs manns æði að nefna einn.
Hver eru áhugamál þín?
Að hekla.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Humar.
Hvert færir þú í draumfríið?
Þar sem sólin skín í það skiptið.