Vaxandi útflutningur frá Færeyjum

145
Deila:

Útflutningur á sjávarafurðum frá Færeyjum hefur farið vaxandi í ár. Verðmæti útflutningsins á fyrstu átta mánuðum ársins er 5,7 milljarðarða færeyskra króna. Það svarar til 115 milljarða íslenskra króna og er á sama róli og á metárinu 2019.

Útflutningur á makríl svipaður og í fyrra mælt í magni, en verðmætið hefur fallið um 20% miðað við sama tíma í fyrra. Útflutningur á síld og kolmunna hefur aukist bæði í magni og verðmæti. Sala á eldislaxi jókst um 17% og skilaði 52 milljörðum, eða nálægt helmingi heildarverðmætisins. Útflutningur á þorski féll 14% í virði og 17% í magni. Sala á ufsa dróst saman um 6% mælt í magni en hækkaði um 7% í ýsu. Verðmætið var þó svipað og í fyrra.

Deila: