Cajunkryddaður þorskur
Nú leitum við vestur um haf eftir uppskrift, sem kemur upphaflega frá frönskum innflytjendum í til dæmis í Louisiana í Bandaríkjunum. Það er skemmtileg tilbreyting frá soðningunni svokölluðu. Þetta er einfaldur og bragðgóður réttur og ætti að vera við hæfi flestra.
Innihald:
800g þorskur í fjórum jöfnum bitum, roð- og beinlaus
salt og svartur pipar
smá knippi af graslauk
1 sítróna í sneiðum
Cajun, hvítlauka smjör sósa
¼ bolli bráðið smjör
1 msk. ólífuolía
3 hvítlauksgeirar, marðir
1 msk. „Cajun Seasoning“
Aðferðin:
Hitið ofninn í 180°C. Raðið fiskibitunum í hæfilega stórt eldfast mót og kryddið fiskinn með salti og pipar. Blandið saman í skál smjörinu, ólífuolíunni, hvítlauknum og Cajun kryddinu og hræðið þetta vel saman. Jafnið síðan blöndunni yfir fiskinn og bakið í um 15 mínútur. Athugið að bökunartíminn ræðst af þykkt bitanna. Saxið graslaukinn yfir fiskinn og skreytið með sítrónusneiðum.
Berið fram með hrísgrjónum og fersku salati að eigin vali.