Vaxandi útflutningur frá Færeyjum

Deila:

Útflutningur á fiskafurðum frá Færeyjum hefur farið vaxandi. Á tímabilinu febrúar 2021 til og með janúar 2022 hefur verðmætið vaxið um 26% en magnið aðeins um 1%, miðað við sama 12 mánaða tímabil þar á undan. Það er eldislaxinn eftir sem áður sem mestu skilar.

Heildarverðmæti útfluttra sjávarafurða umrætt tímabil er 37, milljarðar króna og er magnið tæplega 5.200 tonn. Verðmæti útflutts lax er 27,6 milljarðar og hefur aukist um 45%. Magnið er 84.729 tonn, sem er vöxtur um 40%. Næst mestum verðmætum skilar makríllinn, eða 20,2 milljörðum, sem er aukning um 24%. Magnið er 104.246 tonn, sem er vöxtur um 27%. Þorskurinn kemur næstur með 16,4 milljónir króna. Það er vöxtur um 6%. Magnið er 19.612 tonn, sem er samdráttur um 4%.

Þá kemur síldin sem skilar 14,7 milljörðum, sem er vöxtur um 22%. Magnið er 99.325 tonn, sem er samdráttur um 7%. Útflutningur á kolmunna hefur fallið um 47% í virði og um 53% í magni.

Útflutningur á ýsu jókst um 25% í virði og 13% í magni. Sala á ufsa hefur fallið um 6% í virði og um 4% í magni.

Deila: