Lax með mangó og lárperu

Deila:

Nú eru laxveiðar hafnar og í einhverjum tilfellum mega menn fá sér lax í soðið, þó algengast sé orðið að fiskinum verði að sleppa. Það gerir þó ekkert til því framboð af eldislaxi er mikið, þó megnið af honum sé flutt utan. Nú skulum við fá okkur sumarlegan rétt með mangó og lárperu.

Innihald:

4 bitar af laxi, um 180g hver, beinlausir með roði
4 þroskaðir magnó ávextir, holdið skorið í tenginga
1 bolli smátt saxaður rauðlaukur
2 meðalstórar lárperur, holdið skorið í teninga
½ bolli smátt saxaður ferskur  kóríander
4 msk. Extra Virgin ólífuolía
nýmalaður svartur pipar
sjávarsalt
½ tsk. rauðar piparflögur
safi úr einni til tveimur límónum.

Aðferðin:

Blandið öllu hráefni öðru en laxinum saman í stóra skál og smakkið til með salti, pipar og límónusafa. Steikið laxinn í olíu á góðri pönnu, fyrst á holdhliðinni í um 4 mínútur og síðan á roðhliðinni í 6 til 8 mínútur eftir þykkt. Með því að steikja laxinn lengur á roðhliðinni, verður minna úr fitunni sem er innan á roðinu.

Berið laxinn fram með mangósalatinu og soðnum kartöflum eða hrísgrjónum.

Deila: