Meira af makrílhrognum við Færeyjar

Deila:

Niðurstöður rannsókna færeyska hafrannsóknaskipsins Jákup Sverri í maí sýndu að lítið var að finna af makrílhrognum á grunnslóð umhverfis Færeyjar, en mest af hrognum fannst við landsgrunnið sem tengist Evrópu og syðst á rannsóknasvæðinu.

Síðast, þegar útbreiðsla makrílhrogna var könnuð 2019, fannst þó mun minna af hrognum en nú. Það bendir til þess að hrygning makríls við Færeyjar hafi aukist síðan þá.

Þessar rannsóknir á Jákup Sverri eru hluti af heild, sem gerðar eru þriðja hvert ár á svæðinu frá Biskayaflóa norður að Færeyjum á tímabilinu febrúar til júlí. Auk Færeyja tóku skip frá Danmörku, Hollandi, Írlandi, Noregi, Portúgal, Skotlandi, Spáni, Bretlandi og Þýskalandi þátt í rannsóknunum.

Niðurstöður allra leiðangranna verða teknar saman í ágúst og kynntar.

Myndin sýnir leiðarlínur rannsóknaskipsins. Fjöldi hrogna er sýndur með hringjum og krossar sýna staði þar sem engin hrogn fundust. Bláir ferhyrningar sýna togstöðvar. Litirnir á myndinni  sýna hitastig yfirborðs sjávar, sem mælt var frá gervihnetti vikuna áður en rannsóknin hófst. Makríll hrygnir venjulega ekki í kaldara vatni en 6°C og er greinileg fylgni milli hrognafjöld og hitastigs.

 

Deila: