Laxasúpa

Deila:

Það er fleira matur en feitt kjöt. Fiskur er afbragðsgóður matur, hollur og léttari í maga en steikin. Nú bjóðum við upp á einfalda uppskrift af góðri laxasúpu fyrir fjóra. Hún er fljótleg og súpan einstaklega holl. Full af alls konar næringarríkum efnum.

Innihald:

50g smjör

1 púrrulaukur, aðeins hvíti og ljósgræni hlutinn

1,2l fiskisoð

500g kartöflur, skornar í teninga

1 stór gulrót, skorin í sneiðar

500g lax, roð og beinlaus og skorinn í smáa bita. Ef mikið fitulag er á flakinu er betra að skafa það af.

250ml rjómi

10g ferskt dill til skrauts

salt og pipar

Aðferðin:

Bræðið smjörið í potti og bætið púrrulauknum út í sneiðum og látið hann krauma í 5-7 mínútur. Bætið soðinu, gulrótum og kartöflum út í og látið sjóða við miðlungshita í um 10 mínútur.  Bætið þá laxabitunum og rjómanum út í og látið krauma í 5-7 mínútur.

Slökkvið þá á hitanum, kryddið með salti og pipar eftir smekk og setjið dillið út í. Lokið pottinum og látið standa í um 10 mínútur.

Berið fram með góðu brauði að eigin vali.

 

Deila: