Ánægjuleg heimsókn ungra barna

Deila:

Í gærmorgun komu börn úr elstu deild Leikskólans Eyrarvalla í Neskaupstað í heimsókn á skrifstofur Síldarvinnslunnar. Hákon Ernuson starfsmannastjóri tók á móti þeim og leysti þau síðan út með gjöfum. Öll börnin fengu brúsa sem halda bæði köldu og heitu og verða brúsarnir notaðir í leikskólanum. Heimsóknin var einstaklega ánægjuleg og mátti sjá bros á hverju andliti á meðan á henni stóð.

Deila: