Endurbætur um borð í Þór

Deila:
Undanfarið hefur verið unnið að endurbótum á björgunarrými varðskipsins Þórs. Aðstaðan hefur verið aðlöguð að nútímanum og eftir breytingarnar er vinnuaðstaða til fyrirmyndar. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Landhelgisgæslunnar.
Þar segir að áhöfn skipsins hafi annast endurbæturnar. „Starfsfólki er umhugað um þau tæki og tól sem þar eru til umráða og á meðfylgjandi myndum má glögglega sjá að allt er gert til að þau verði ekki fyrir hnjaski. Við endurbæturnar var þess sérstaklega gætt að þessi mikilvægi búnaður yrði eins aðgengilegur og kostur er og vel færi um hann,” segir í færslunni.

Deila: