Kortleggja hafsbotninn á Reykjanesgrunni

Deila:

Þann 9. apríl sl. hófst þrettándi kortlagningaleiðangur Hafrannsóknastofnunar í átaksverkefninu Kortlagning hafsbotnsins. Á leið leiðangursfólks frá Vestmannaeyjum vestur fyrir Reykjaneshrygg, var hafsbotninn kortlagður á Reykjanesgrunni, Faxabanka og Jökuldjúpi.

Frá þesu greinir á vef Hafró. Þar segir að þrátt fyrir óhagstætt veður hafi tekist að kortleggja dýpi á tæplega 6000 ferkílómetra svæði.

Á vef Hafró má sjá myndir frá mælingunum og myndskeið.

Deila: