Starlink byltir netsambandi

Deila:

Uppsetning á búnaði frá Starlink hefur bylt netsambandi í skipinu Ljósafelli SU70. Frá þessu greinir útgerðin á Facebook. Þar segir að lengi hafi skipverjar á skipinu glímt við óstöðugt internet og símasamband en hingað til hafi skipið eingöngu verið búið 4G móttakara. Þetta hafi verið mikill akkilesarhæll, sérstaklega fyrir þá sem stunda fjarnám.

Í færslunni segir að nú hafi orðið mikil bragarbót. Hreinlega sé um byltingu að ræða. „Starlink er internet þjónusta sem er sótt í gervihnetti sem skotið er a loft fyrir tilstuðlan fyrirtækisins Space X sem er í eigu Elon Musk. Þessi þjónusta og búnaður er nýr af nálini, og í stöðugri þróun en er samt sem áður komin það langt a leið að við náum internetsambandi hvar sem við erum staddir,” segir í færslunni en þar segir að meðfylgjandi mynd hafi Pétur Kristinsson vélstjóri tekið, af kassanum sem hýsir Starlink móttakarann.

Deila: