Strandveiðibátum fjölgar

Deila:

Ljóst er að strandveiðibátum mun fjölga í sumar, samanborið við árið í fyrra, í það minnsta ef lesa má í fjölda skráðra báta við upphaf veiða. Í fyrra voru 516 bátar skráðir til leiks á fyrsta degi. Að þessu sinni eru þeir 552.

Að þessu sinni eru ríflega helmingur bátanna skráðir á svæði A. Aðeins 8% eru skráðir á svæði C, en þar er fiskgengd best þegar veiðunum er lokið, í júlí og ágúst.

10 þúsund tonn af þorski eru eyrnamerkt strandveiðum.

Deila: