Strandveiðar hafnar í sextánda sinn

Deila:

Strandveiðar hófust í dag, 2. maí, í fimmtánda sinn.

Heimilt verður að veiða 10 þúsund tonn af þorski, eins og í fyrra, samkvæmt reglugerð matvælaráðherra. 552 bátar höfðu skráð sig á strandveiðar í dag, samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu en í fyrra voru bátarnir í heild 763. Margir eiga sennilega enn eftir að skrá sig til leiks, enda aðeins einn veiðidagur í þessari viku.

Ljóst er að veiðarnar byrjuðu vel fyrir vestan. Á Patreksfirði mátti í dag á samfélagsmiðlum sjá menn koma í land eftir tveggja tíma róður, með skammtinn.

Dæmi er um að menn hafi landað meira en tonni af þorski, þennan fyrsta dag, en hámarksafli þorsks er 774 kíló. Ekki fæst greitt fyrir það sem tekið er umfram, en umframaflinn er engu að síður dreginn frá pottinum.

Deila: