Sjávarútvegssýningin slær í gegn í Höllinni

Deila:

Íslenska Sjávarútvegssýningin sem var opnuð í Laugardalshöllinni í gær sló í gegn.  Það var fullt í öllum sölum Hallarinnar og mikill áhugi á Þeim búnaði og þeirri þjónustu sem  þarna var kynnt af 120 fyrirtækjum sem komu víða að. Og líka var útisvæðið vinsælt með sínum nýsmíðuðu íslensku bátum og skipstjórabílum. Ein heimsfrumsýning vakti sérstaka athygli gesta en það var nýja ljósleiðaralínan frá Hampiðjunni. En hún gefur færi á í framtíðinni að flokka fiskinn þannig að menn geta valið þann fisk er þeir vilja að verði eftir í nótinni en hent t.d. smáfiski eða hrygningarfiski.  Sjávarútvegssýningin 2019 er opin í dag og á morgun frá kl. 10.00 til kl. 18.00.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsræaðherra og Ólafur M. Jóhannesson, framkvæmdastjóri og stofnandi sýningarinnar, ræða við starfsmenn Curio á sýningunni. Curio framleiðir ýmiskonar fiskvinnsluvélar.

 

Deila: