Svipmyndir frá sjávarútvegssýningu

Deila:

Sýningin Sjávarútvegur 2019 hófst í gær og stendur hún fram á föstudag. Þetta er stærsta sýning sem haldin hefur verið í Laugardalshöll frá upphafi, en fyrsta sjávarútvegssýning sem haldin var á Íslandi, var haldin þar árið 1984. Sumir sýnenda í dag voru þar þá og eru enn.
Á sýningunni er að sjá það fremsta á sviði tækni og þjónustu fyrir sjávarútveg, fiskvinnu og fiskiskip. Hér eru nokkrar svipmyndir frá fyrsta degi sýningarinnar.  Á efstu myndinni eru verðlaunahafar sýningarinnar, Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf. Í Grindavík, Jón Ármann Steinsson frá Greenvolt, frumkvöðul ársins, og Jón Yngvar Hilmarsson, trillukarl ársins. Myndirnar tóku Jóhann Ólafur Halldórsson og Hjörtur Gíslason.

Kristján Þór Júlíusson ráðherra sjávarútvegsmála klippir á borðann og býður gestum að skoða sýninguna.

Ólafur M. Jóhannesson er framkvæmdastjóri og stofnandi þessarar sýningar. Hann minntist sjávarútvegsráðherranna Lúðvíks Jósepssonar og Matthíasar Bjarnasonar, sem stóðu vörð um landhelgi Íslands og vörðu hana ágangi erlendra fiskiskipa.

Skipstjórarnir Axel Jónsson og Guðmudur Jónsson. Sá fyrri kenndur við Storm og sá síðari við Vilhelm Þorsteinsson. Annálaðir hvor á sínu sviði.

Ísfell er með myndarlegan bás á sýningunni og kynnir þar meðal annars veiðarfæri og ýmsan annan búnað til útgerðar og fiskvinnslu.

ITUB leigir út fiskiker af öllum stærðum og gerðum.

Deila: