Önnur könnun staðfestir andstöðu við sjókvíaeldi

Deila:

60% þjóðarinnar er mótfallinn sjókvíaeldi, að því er lesa má úr tveimur nýlegum skoðanakönnunum. Í könnun sem Gallup gerði fyrir Verndarsjóð villtra laxastofna sagðist 58% vilja banna eldi í opnum sjókvíum. Í nýrri könnun sem Prósent gerði eru 60% andvíg fiskeldi í sjókvíum. Að auki eru 22 hvorki hlynnt né andvíg en aðeins 18% hlynnt.

Könnunin var gerð 14. til 28. október. Fram kemur að einstaklingar á aldrinum 18 til 24 ára séu hlynntari fiskeldi í sjókvíum en aðrir aldurshópar.

Það kemur kannski ekki á óvart en könnunin leiddi í ljós að íbúar á Vestfjörðum eru hlynntari fiskeldi í sjókvíum en aðrir. 42% þeirra eru hlynnt. Á höfuðborgarsvæðinu er stuðningurinn 16% og á Norðurlandi 12%.

Deila: