Áslaug Arna hjólaði í Svandísi

Deila:

Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir há­­skóla-, iðnaðar- og ný­­sköpunar­ráð­herra gagnrýndi Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra í ræðu á Degi Sjávarútvegsins í Hörpu í fyrradag. Þar hélt hún ræðu um nýsköpun en sagði fyrst að það væri freistandi að ræða málefni líðandi stundar. Hún sagði Svandísi vera samnefndara regluverka og eftirlits á meðan hún varpaði mynd af henni upp á vegg. Svo sagði hún að láta ætti þau kerfi í friði sem virkuðu.

Áslaug segist ekki sjá eftir ræðu sinni en viðurkennir í samtali við fjölmiðla að Svandís hafi ekki verið kát.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur í kjölfarið látið hafa eftir sér, að svona geri maður ekki.

 

Deila: