Arctic Fish fær nýjan vinnubát

Deila:

Í vikunni kom til Íslands nýr vinnubátur fyrir Arctic Fish.  Báturinn er smíðaður í Póllandi og er 16 metra langur og 9 metra breið tvíbytna.  Hann hefur fengið nafnið Hafnarnes og verður með heimahöfn á Þingeyri.

„Hafnarnes er afar vel búinn vinnubátur og er koma hans til marks um þá fagmennsku sem einkennir uppbyggingu fiskeldisins á Íslandi.  Þátttaka erlendra fiskeldisfyrirtækja í uppbyggingunni hér á landi leiðir til þess að fyrirtækin á Íslandi fá æ betri búnað og verkfæri og eykur það á öryggi í kringum eldið, bæði fyrir fiska og menn.

Meðfylgjandi myndir voru teknar af Hafnarnesinu í Reykjavíkurhöfn í dag.  LF óskar eigendum og starfsmönnum Arctic Fish til hamingju með nýja bátinn og vona að hann reynist happafley hið mesta,“ segir á heimasíðu Landssambands fiskeldisstöðva.

 

Deila: