Umbúðamiðlun kaupir Borgarplast

Deila:

„Við sjáum mikil samlegðaráhrif og tækifæri í þessum kaupum og teljum þau án nokkurs vafa geta styrkt starfsemi bæði Umbúðamiðlunar og Borgarplasts til framtíðar,“ segir Hilmar A. Sigurðsson, framkvæmdastjóri keraleigufyrirtækisins Umbúðamiðlunar ehf. en nú í byrjun september keypti fyrirtækið rekstur Borgarplasts hf. og hefur þegar tekið við rekstrinum. Í kaupunum felast vörumerki og hverfisteypuhluti Borgarplasts, búnaður til framleiðslu á kerum og tengdum vörum, auk framleiðslu á rotþróm og tönkum. Fyrrieigendur Borgarplasts héldu eftir framleiðslu frauðplastverksmiðju félagsins á Ásbrú og tilheyrir hún nýju félagi.

„Hilmar segir hugmyndina um kaup Umbúðamiðlunar á Borgarplasti hafa átt sér nokkurra mánaða aðdraganda og hafi verið gaumgæfilega metin áður en skrefið var stigið til fulls nú í byrjun september. „Þessi fyrirtæki hafa lengi átt í nánu samstarfi og Umbúðamiðlun hefur síðustu tuttugu ár verið stærsti einstaki kaupandi kera frá Borgarplasti. Í leigukerfi okkar erum við með um 60 þúsund ker og við þurfum árlega að jafnaði um 5000 ný ker til að viðhalda kerfinu. Við höfum því langa og góða reynslu af Borgarplastkerunum, þau hafa reynst okkur og viðskiptavinum frábærlega og við teljum þau óhikað vera besta valkostinn fyrir okkar útleigukerfi,“ segir Hilmar.

Nánar er fjallað um málið í nýju tölublaði Ægis.

Deila: