Fjöldi mótmælti á Austurvelli

Deila:

Fjölmenn mótmæli fóru fram á Austurvelli um helgina, þar sem sjókvíaeldi var mótmælt. Fundargestir kröfust þess að fiskeldið yrði stöðvað. Sjö samtök stóðu fyrir mótmælafundinum. Þau voru: Ung­ir um­hverf­issinn­ar, Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands, Land­vernd, Lands­sam­band veiðifé­laga, Vernd­ar­sjóður villtra laxa­stofna, Íslenski nátt­úru­vernd­ar­sjóður­inn og VÁ-fé­lag um vernd fjarðar.

„Þessa dag­ana róum við, ásamt bænd­um og land­eig­end­um, öll­um árum að því að tak­marka það tjón sem sjókvía­eldið hef­ur valdið okk­ur og villta laxa­stofn­in­um. En það er ekki nóg. Nú þarf að stöðva þenn­an meng­andi iðnað í eitt skipti fyr­ir öll,“ seg­ir í bréfi sem Landssamband veiðifélaga sendi frá sér vegna mótmælanna. Þar segir að málið snúist um tilvist villta laxa­stofns­ins, hvort hann muni lifa eða deyja.

Deila: