Hafbjörg dró skip til hafnar

Deila:
Seint á sunnudagskvöld óskaði línuveiðiskip sem var á veiðum út af Norðfjarðarhorni eftir aðstoð vegna bilunar í skrúfubúnaði. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Landsbjargar.
Þar segir að áhöfn björgunarskipsins Hafbjargar hafi verið kölluð út um klukkan hálf eitt. Hafbjörg hélt úr höfn um klukkan eitt.
„Þegar Hafbjörgin var komin að skipinu var farið í að koma taug á milli og klukkan þrjú í nótt lagði Hafbjörg af stað til lands með skipið í togi.
Ferðin gekk vel og eru skipin nú komin að bryggju í Neskaupstað.”
Deila: