Arnarlax kaupir nýjan fóðurpramma
Arnarlax hefur fest kaup á nýjum fóðurpramma sem fyrirtækið fær afhent í vor. Í haust komu tveir nýir fóðurprammar til fyrirtækisins. „Þessi sem við fáum í vor er mun stærri og í takt við þá þróun sem er að verða í búnaði í laxeldi, þetta er allt að verða stærra og öflugra,“ segir Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax. Hann gerir ráð fyrir að nýi pramminn verði staðsettur í Tálknafirði. Prammarnir tveir sem fyrirtækið fékk í haust taka 320 tonn af fóðri en sá sem kemur í vor tekur tvöfalt meira. „Hann er mjög vel útbúinn. Það er hægt að láta mannskap búa um borð og hafa vaktaskipti, en við gerum það reyndar ekki. Honum verður stýrt úr landi. Þetta er fóðurprammi eins og þeir gerast bestir,“ segir Víkingur.
Prammarnir eru smíðir í Póllandi og keyptir af AKVA group í Noregi.
Mynd og texti af bb.is