Ársæll í Reykjavík fékk nýtt björgunarskip

Deila:
Á laugardaginn var björgunarsveitinni Ársæli í Reykjavík afhent nýtt björgunarskip, það þriðja í röð nýrra björgunarskipa Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Nýja skipið ber nafnið Jóhannes Briem.
Frá þessu greinir í tilkynningu frá Landsbjörgu. Fram kemur að skipið sé smíðað í skipasmíðastöðunni Kewatec í Finnlandi og gangi allt að 30 sjómílur. Skipið mun vera knúið áfram af 2 öflugum Scania díselvélum og snigil drifum.
„Skipið, líkt og systurskip þess, er hlaðið nútíma tæknibúnaði, hitamyndavél, botnsjá ásamt því að aðbúnaður áhafnar er allur miklu betri en í eldri skipum félagsins. Við athöfnina á laugardaginn var jafnframt tilkynnt að Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur lagt inn pöntun hjá Kewatec um smíði fjórða skipsins, sem verður staðsett á Snæfellsnesi,” segir í tilkynningunni.

Deila: