Segja 300.000 laxa hafa drepist hjá Arnarlaxi í mars

Deila:

Tæplega 300 þúsund eldislaxar drápust í sjókvíum hjá Arnarlaxi í marsmánuði. Þetta kemur fram í frétt hjá Heimildinni. Þar kemur fram að ástæðuna megi meðal annars rekja til vetrarsára, sem orsakast af köldum vetri og sjávarkulda. Fram kemur að í heildina hafi 450 þúsund klaxar drepist í íslensku sjókvíaeldi í mars en að Arnarlax hafi átt tvo þriðju hluta þess fjölda.

Fram kemur einnig í fréttinni að 18 milljónir eldislaxa voru úti í sjókvíum við Ísland í lok febrúar. Hlutfallið sem drapst í mars er því um 2,5% af heildarfjölda.

Heimildin vísar í tölur frá Matvælastofnun um laxadauðann. Í fréttinni er haft eftir Birni Hembre, forstjóra Arnarlax að hann geti ekki tjáð sig um málið að svo stöddu en þetta mál verði rætt á fyrsta ársfjórðungsuppgjöri fyrirtækisins, þann 14. maí.

Deila: