Brim tekur Maritech Eye í notkun

Deila:

Maritech, sem er leiðandi fyrirtæki á sviði hugbúnaðar fyrir sjávarútveg, og Brim, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, undirrituðu í gær samning um samstarf. Samningurinn felur í sér að Brim taki til prófunar Maritech Eye™ í vinnslu sinni og framleiðslu á hvítfiski. Maritech Eye™ kannar gæði fisksins snemma í vinnsluferlinu, sem leiðir til þess að vinnsluaðilinn nær fram sjálfbærari framleiðslu sökum minni hráefnistaps og bættrar framleiðni. 

Gæðaskönnunin gerir fyrirtækinu kleift að útvega fyrsta flokks vöru á hagkvæmasta verðinu, um leið og unnt er að nýta það sem eftir stendur af fiskinum í öðrum vöruflokkum. Af þessu leiðir að auðveldara er að stýra framleiðslunni í samræmi við þá reynslu sem fæst.

Einstök lausn á heimsvísu

Maritech Eye™ fyrir hvítfisk var sett á markað árið 2022, í nánu samstarfi við nýsköpunarfyrirtækin Nofima, NEO/HySpex, Lerøy Norway Seafoods og Lerøy Havfisk.

 Maritech Eye™-hugbúnaðurinn getur greint gæði fisksins með mun meiri nákvæmni og mun meiri hraða en mannfólk er fært um. Þessi lausn á enga hliðstæðu annars staðar, en í henni felst að roð hvítfisksins er gegnumlýst og greint og skráð hvort að blóðblettir leynist í fiskflökunum. Með þeim hætti getur flokkunin farið fram á hámarkshraða iðnaðarins en gæði hvers fisks samtímis þó vandlega skráð.

 Fjölrófs-myndavélatækni, 17 ára vísindalegar rannsóknir og flókin algrím liggja að baki búnaðinum. Búnaðurinn gæðametur hvern og einn fisk og flokkar eftir fyrirfram ákveðinni forskrift. Þessar upplýsingar eru sendar til vinnslufyrirtækisins og Maritech’s LINSiGHT IoT, þar sem þær eru vistaðar. 

Deila: