Ungir veiðimenn

Deila:

Þessir hressu ungu drengir brugðu sér á veiðar í Grindavíkurhöfn um daginn. Þar er oft þokkaleg veiði, en hvort miklar framkvæmdir í höfninni hafi dregið eitthvað úr veiðunum liggur ekki fyrir.
Ungmenni sem koma til veiða á bryggjunum í Grindavík geta fengið björgunarvesti að láni á hafnarvigtinni og er það til fyrirmyndar. Það er svo fylgst með ungum fiskimönnum til öryggis af vaktmönnum á vigtinni þegar til þess er tími.
Drengirnir beittu rækju við veiðarnar en litlum sögum fór af aflanum. Alla vegar var hann ekki skráður í vigtarskýrslu hafnarinnar. Drengirnir á myndinni eru Eysteinn, Jón Eyjólfur, Arnþór og Arnór.

Ljósmynd Hjörtur Gíslason.

Deila: