Erlendum sýnendum Icefish fjölgar um 41% á milli sýninga!

Deila:

Áframhaldandi fjárfesting íslenskrar útgerðar í nýjum og endurbættum skipakosti hefur leitt til mikils áhuga alþjóðlegra fyrirtækja á Íslensku sjávarútvegssýningunni 2017, sem endurspeglast í að nú þegar hafa fyrirtæki frá 18 löndum boðað komu sína á sýninguna.

„Þó að aðeins séu tveir mánuðir þangað til sýningin hefst, auk þess sem búið er að selja ríflega 90% af sýningarrýminu, eru skipuleggjendur Íslensku sjávarútvegssýningarinnar að fá fyrirspurnir daglega frá erlendum aðilum. Við hlökkum gríðarlega til sýningarinnar í haust, enda skartar hún svo ótal mörgum nýjungum,“ segir Marianne Rasmussen Coulling, sýningarstjóri Íslensku sjávarútvegssýningarinnar.

Sýningin er kynnt með eftirfarandi hætti í fréttatilkynningu frá stjórnendum hennar:

 Icefish 2017 logo

Bakgrunnur

  • Íslenska sjávarútvegssýningin, IceFish, er alþjóðleg fagsýning helguð Íslandi og býður upp á frábæran vettvang fyrir bæði sýnendur og gesti.
  • Sýningin var fyrst haldin árið 1984. Að beiðni sýnenda og þátttakenda hefur IceFish verið haldin á þriggja ára fresti allar götur síðan, til að tryggja að hver sýning bjóði upp á nýjan og ferskan efnivið og áhugasaman gestahóp sem mætir til að skoða og kaupa.
  • Sýningin býður upp á breitt alþjóðlegt svið og hefur vakið alþjóðlegan áhuga í yfir 30 ár.
  • Yfir 500 fyrirtæki og vöruflokkar til sýnis.
  • Aðsóknin á IceFish 2014 jókst um 12% frá fyrri sýningu, og þá mættu 15.219 lykilmenn í greininni frá 52 löndum til sýningarinnar.
  • Stöðug kynning mánaðarlega í gegnum systur-tímarit og vefsíðu sýningarinnar, World Fishing & Aquaculture.
  • Opinber opnunarathöfn fer fram að viðstöddum sjávarútvegsráðherra Íslands og bæjarstjóra Kópavogs, ásamt sýnendum og boðsgestum. Í kjölfarið er sérstök móttaka til að bjóða gesti velkomna, og fjölmiðlafólk og sérstakir boðsgestir fá leiðsögn um sýninguna.

 

IceFish17 hefur alltaf þetta að bjóða:

  • Tvítyngda vefsíðan okkar er uppfærð reglulega með nýjustu fréttum frá sýningunni og sýnendum.
  • Leitarvæn Sýningarskrá tryggir að auðvelt er að finna allar upplýsingar.
  • Raf-fréttir IceFish – reglulegar tvítyngdar fréttir um sýnendur og sjávarútveginn sendar með tölvupósti beint til yfir 10 þúsund viðtakenda.
  • Fróðlega handbók IceFish – ókeypis 150 blaðsíðna tvítyngd handbók sem allir gestir sýningarinnar fá afhenta.
  • Íslensku sjávarútvegsverðlaunin verða afhent í 7. skipti. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1999, til að heiðra og verðlauna það besta á sviði fiskveiða og fiskvinnslu, bæði á Íslandi og á alþjóðavettvangi.
  • Fyrirtækjastefnumót – í boði skipuleggjenda. Innri viðskiptafundir með milligöngu sendiráða Íslands til að tryggja nýja viðskiptavini.
  • Auglýsingaherferð í yfir 20 fagtímaritum. Fiskifréttir leiðir umfjöllunina á Íslandi og henni er síðan fylgt eftir með alþjóðlegri auglýsingaherferð, þar að meðal er auðvitað tímaritið World Fishing and Agriculture sem skipuleggjendur sýningarinnar gefa út.
  • Almannatengsl til að efla áhuga og auka aðsókn, auglýsingar njóta stuðnings markvissrar kynningarherferðar á ensku og íslensku.
  • Handhægur tvítyngdur Leiðarvísir fyrir sýnendur, sem aðstoðar við að stýra pöntunum sýnenda rakleiðis til rétta verktakans.
  • IceFish-teymið – staðsett bæði í Bretlandi og á Íslandi – er skipað á annan tug dugmikilla einstaklinga. Þeir vinna í nánu samstarfi við opinbera birgja, sem eru sérhæfðir verktakar sýningarinnar, til að búa til vel heppnaða sjávarútvegssýningu.

 

Nýjungar árið 2017

  • Önnur ráðstefnan „Fiskúrgangur skilar hagnaði“ – stofnuð af skipuleggendum IceFish árið 2014 og endurspeglar að þessu sinni gríðarvel þann mikla árangur sem íslenskir frumkvöðlar hafa náð við að hagnýta fiskinn í heild sinni.
  • Nýtt fjölhliða samfélagsmiðlaprógramm sem styðst við Twitter, Facebook og LinkedIn.
  • Nýja IceFish-appið – fáanlegt bæði á ensku og íslensku. Þetta nýja snjallsíma-app var hannað til auðvelda gestum að feta sig í gegnum sýninguna.
  • Tengslastundir – skipulagðir viðburðir (skrá þarf sig fyrirfram) í samvinnu við Innovation Iceland, hugsaðir til þess að leiða saman íslenska og alþjóðlega kaupendur og seljendur til að ræða og ganga frá viðskiptum meðan á sýningunni stendur.
  • Í kjölfarið á könnun sem gerð var á meðal sýnenda, og til að styrkja faglegu hliðina, var ákveðið að sýningin stæði frá miðvikudegi til föstudags.
  • Endurskoðaðar leiðbeiningar um áfengisveitingar og endurskoðaðar leiðbeiningar um skemmtiatriði til að sýningarupplifunin verði betri fyrir bæði sýnendur og gesti.
  • Stærri og betri bílastæði 2017 – búið er að bæta við tveimur nýjum svæðum.
  • Háþróað forskráningarkerfi og nýtt skráningarkerfi með snertiskjám á sýningarstað.
  • Strikamerkja-skannar sem flýta gagnaöflun fyrir sýnendur á annasömum sýningardögum.
  • Ríflega tíuþúsund boðsmiðar handa sýnendum til að dreifa til viðskiptavina sinna.
  • Sjávarfangsráðstefnan World Seafood Congress er haldin í aðdraganda Íslensku sjávarútvegssýningarinnar, frá 10. til 13. september, og er gert ráð fyrir að þeir 500 lykilmenn í alþjóðlegum sjávarútvegsmálum sem hana sækja verði einnig viðstaddir opnunarathöfn IceFish 2017.
  • Svæði smærri fyrirtækja – nýir og frumlegir sýningarbásar á inngöngusvæðinu eru ætlaðir smærri fyrirtækjum og nýliðum í sjávarútvegsiðnaði.
  • Nýju námsstyrkir Íslensku sjávarútvegssýningarinnar. IceFish- námssjóðurinn veitir 2 milljónum króna til að styrkja fjóra nemendur til sérhæfingar í tækni við veiðar og vinnslu hjá Fisktækniskóla Íslands í Grindavík. Í dómnefnd eru fulltrúar frá skipuleggjendum IceFish, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Fisktækniskóla Íslands, Marel og Landssambandi smábátaeigenda. Fjárstuðningur upp á samtals hálfa milljón króna við tvo styrkþega þessa árs verður kynntur á þriðja degi sýningarinnar.
Deila: