Breki brá sér í borgina

Deila:

Breki VE var tekinn upp í slipp í Reykjavík í síðustu viku í tengslum við skoðun á skipinu í tilefni af því að ársábyrgð kínversku skipasmíðastöðvarinnar rennur brátt út.  Skipið var afhent Vinnslustöðinni í Kína 13. mars 2018 með ársábyrgð og nú er það grandskoðað á meðan ábyrgðin varir.

Allt virðist vera í góðu standi og ekkert kom heldur fram við skoðun á þurru landi í höfuðborginni. Málað var í leiðinni yfir nokkrar lítilsháttar rispur á botninum. Það var nú allt og sumt.

Breka VE var rennt út í sjó úr slippnum í miðborg Reykjavíkur á níunda tímanum á föstudag, í hávaðaroki og brunakulda. Allt gekk að óskum og hið fagra fley lagðist síðan um stund við hafnargarðinn þar sem hvalaskoðunarbátar liggja öðrum megin og hvalveiðibátar Hvals hf. hinum megin …

Hér er tveggja mínútna myndbandsbútur frá því.

 

 

 

Deila: