Ekki fannst „dauðfiskur“ í fjörum.

Deila:

Eftirlitsmaður Umhverfisstofnunar gekk fjörur í Tálknafirði þann 27. febrúar sl. til að kanna hvort dauðfiski hefði skolað á land. Fiski sem rekja mætti til óhapps þegar kví laskaðist hjá fiskeldi Arnarlax. Ekki komu göt á kvína en handrið og flotrör löskuðust og færa þurfti fiskinn yfir í aðra kví vegna viðgerða.

Teknar voru myndir af fjörunni og aðgætt hvort óvenju mikið af fugli væri á svæðinu, sem getur verið merki um lífrænan, svæðisbundinn úrgang. Ekki fannst dauðfiskur frá fiskeldinu í fjörum á því svæði sem farið var um. Þá fundust ekki merki um óvenju mikinn fjölda fugla.

Magn dauðfisks frá eldinu verður staðfest með skráningum úr innra eftirliti og kvittunum frá móttökuaðila úrgangsins. Því verður sinnt í næsta reglubundna eftirliti.

 

Deila: