Sjóarinn síkáti í Grindavík

Deila:

Grindvíkingar láta ekki deigan síga í hátíðarhöldum um sjómannadagshelgina og þar er að vanda hátíðin Sjóarinn síkáti. Hún hefst upp úr hádegi í dag og má segja að dagskráin sé samfelld allt fram á seinnipart sunnudags. Höfðað er til fólks á öllum aldri í fjölbreyttri dagskránni og útilokað annað en allir finni eitthvað við sitt hæfi.
Froðurennibraut verður sett upp í brekkunni ofan slökkvistöðvarinnar kl. 14 í dag og verður opin til 18:30 en þá tekur við fiskisúpukvöld Nettó við íþróttahúsið þar sem fiskisúpa verður í boði meðan birgðir endast. Hin árvissa litaskrúðganga verður svo gengin frá íþróttahúsinu kl. 19 að Húllinu, sem er hátíðarsvæðið neðan við kvikuna. Þar hefjast í beinu framhaldi bryggjutónleikar í boði Grindavíkurbæjar, sannkallaðir stórtónleikar þar sem fram koma Vinir Ragga Bjarna, KK, Klara Elías, Daniil og hljómsveitin Flott. Þegar tónleikunum lýkur tekur Magnúar Kjartan Eyjólfsson við keflinu á Sjómannastofununni Vör og skemmtir frá kl. 22 og frá sama tíma verður sjómannapartý með Ingó og félögum í Gígnum á Fishouse.

Alvöru sjómannaball í lok laugardagsins
Á laugardaginn kl. 11:30 verður í boði skemmtisigling fyrir alla fjölskylduna frá Miðgarði. Andlitsmálun verður fyrir börn í Kvikunni og tívolí á hafnarsvæðinum milli kl. 13 og 17. Sjópylda verur kl. 14 í Grindavíkurbörn fyrir börn og ofurhug.
Milli kl. 14 og 16 verður vegleg skemmtidagskrá á hátíðarsviðinu í Húllinu. Þar verða bestu lög barnanna, Gunni og Felix, Team Danskompaní, dregið í hurðaleiknum og BMX brós.
Síðdegis verður m.a. krakkakeyrsla bifhjólaklúbbsins Grindjána og á veitingahúsinu Bryggjunni syngja Vísis-systkinin gömlu góðu sjómannalögin.
Botninn verður svo sleginn í hátíð laugardagsins með alvöru sjómannaballi í Íþróttahúsinu þar sem fram koma Friðrik Dór, Jón Jónsson, Daniil og Herra Hnetusjör.

Hátíðardagskrá, heiðranir og hátíðarræða Kára
Grindvíkar taka daginn snemma á sjómannadaginn og draga fána að húni kl. 8. Golfmót Sjóarans síkáta hefst kl. 10 og kl 12:30 verður sjómannadagsmessa í Grindavíkurkirkju þar sem Gissur Páll Gissurarson syngur einsöng. Ræðumaður verður Einar hannes Harðarson. Að messu lokinni verður gengið að minnisvarðanum Von og lagður blómsvegur til minningar um drukknaða sjómenn.
Tívolí verður á hafnarsvæðinu, veltibíll, andlitsmálun og lifandi sjávardýr í fiskabúrum. Hátíðardagskrá verður á sviðinu í Húllinu milli kl. 14 og 17 þar sem Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar flytur hátíðarræðu. Sjómenn verða heiðraðir og fram koma Grindavíkurdætur, skemmtun verður frá Latabæ og nýsmíðaður áttæringur afhentur.
Á sama tíma, eða kl. 14.30 verða Davíð Ólafsson og Stefán Helgi Stefánsson með söngskemmtun í Víðihlíð og gesti þeirra. Að henni lokinni verða kaffiveitingar.

Deila: