Grænlensk skip landa makríl í Færeyjum

Deila:

Nokkur grænlensk skip hafa landað makríl í Færeyjum. Ástæðan fyrir því að þau landa þar er sú að þau hafa ekki leyfi til löndunar í íslenskum höfnum. Of langt er að sigla með aflann til Grænlands, auk þess sem þar er nánast engin vinnslugeta fyrir makríl.

Uppsjávarveiðiskipin Tuneq og Tasilaq lönduðu í fyrri hluta síðustu viku í Fuglafirði og á Kollafirði hafa skipin Svend C og Polar Nanoq landað og í lok vikunnar kom Polar Princess inn á Kollafjörð með 1.000 tonn af makríl.
Þá hefur grænlenski togarinn Tuugaaliq landað 700 tonnum af makríl í Ánum og þar mun Christian í Grótinum einnig landa sínum afla.

Skipin hafa verið að veiðum norðan við Færeyjar og austan Íslands í Síldarsmugunni hafa aflabrögð verið góð. Nokkur færeysk skip hafa þegar haldið til makrílveiða, en önnur hefja veiðar um mánaðamótin.

Deila: