Nú heitum við Brim

Deila:

„Við viljum greina þér frá því að nafni HB Granda hf. Hefur verið breytt í Brim hf. Jafnframt breytist merki félagsins. Nýtt nafn fellur vel að tilgangi félagsins sem er að markaðssetja og selja afurðir sínar á verðmætum alþjóðamörkuðum fyrir sjávarafurðir.“

Svo segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf. Í kveðju til viðskiptavina, birgja og samstarfsaðila. Þessi breyting var samþykkt með miklum meirihluta á hlutahafafundi HB Granda fyrir helgina.

Kennitala félagsins er óbreytt, eins og reikningsupplýsingar, leyfisnúmer, heimilisföng og símanúmer.  Heimasíða félagsins er nú www.brim.is og netföng starfsmanna breytast til samræmis og fá endinguna @brim.is

„Brim er einfalt og þjált nafn sem þegar er þekkt á alþjóðamörkuðum fyrir sjávarafurðir. Merkið myndar þrjár öldur. Öldurnar tákna annars vegar brim, sem brýtur nýja leið í viðskiptum og hins vegar mynda þær fisk, sem er tákn fyrir afurðir fyrirtækisins. Blái liturinn fyrir lit sjávarins og silfrið táknar þau verðmæti sem Brim skapar.

Við lítum til framtíðar með tilhlökkun og eftirvæntingu. Við hjá Brim vonumst eftir góðu samstarfi við þig í framtíðinni alveg eins og hingað til,“ skrifar Guðmundur í kveðjunni.

 

Deila: