Minningarathöfn um borð í Þór

Deila:

Haldin var í gær minningarathöfn um borð í varðskipinu Þór í tilefni þess að 75 ár eru liðin frá því að þáttaskil urðu í orrustunni um Atlantshaf og herir bandamanna náðu undirtökum.
Gæslan minningarathöfn Guðlaugur ÞórÞátttakendur í athöfninni voru Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og James G. Foggo, aðmíráll og aðalstjórnandi Trident Juncture en þeir vörpuðu blómsveig í hafið til minningar um atburðinn. Sex áhafnarmeðlimir á varðskipinu Þór stóðu heiðursvörð og Örn Hafsteinsson lék á trompet. Undir lok athafnarinnar var gerð stundarþögn.

Myndir Jón Páll Ásgeirsson.

Deila: