Ráðstefna um bleikju hjá Hafró og Matís
Hafrannsóknastofnun og Matís standa fyrir ráðstefnunni Arctic char: Ecology, genetics, climate change, and the implication for conservation and management dagana 31. október til 1. nóvember nk. Ísland er það land þar sem mest er framleitt af bleikju í veröldinni og er Íslandsbleikja stærsti einstaki framleiðandinn.
Ráðstefnan verður haldin í fyrirlestrasal Hafrannsóknastofnunar, Skúlagötu 4, 1. hæð. Hún hefst með ávarpi Sigurðar Guðjónssonar, forstjóra Hafrannsóknastofnunar, klukkan 09.10 í fyrramálið og stendur hún fram eftir degi. Ráðstefnunni lýkur svo á hádegi á miðvikudag.