Verð á grásleppu að myndast

Deila:

Nú þegar örfáir dagar eru í upphaf grásleppuvertíðar hafa fáir kaupendur á grásleppu gefið upp verð fyrir vertíðina. Grásleppuverkandinn Sverrir Björnsson ehf á Siglufirði reið á vaðið og gaf upp 260 krónur pr.kg fyrir óskorna grásleppu þann 6. mars síðastliðinn. Verkandinn var einnig  fyrstur til að gefa upp verð fyrir vertíðina 2018.

„Þetta er ánægjuleg þróun því heyrt hefur til undantekninga að legið hafi fyrir verð á grásleppu fyrir upphaf vertíða. LS beinir því til útgerðaraðila á svæðum sem vænta má þorsks í einhverju magni sem meðafla, að kanna hvort kaupendur á grásleppu taki einnig á móti þorski úr grásleppunetum á föstu verði.

Bjartsýni ríkir fyrir komandi vertíð en rétt er að ítreka það sem kom fram í frétt á vef LS  4. desember síðastliðinn, að ráðuneytið er með í undirbúningi frumvarp um kvótasetningu á grásleppu og gefið hefur verið út að afli á grásleppu 2019 telji ekki með í veiðireynslu komi til kvótasetningar,“ segir í frétt á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda.

 

Deila: