Líkur á mun minni síldarkvóta
Von er á nýjum tillögu Alþjóða hafrannsóknaráðsins ICEC um hæfilegan hámarksafla af norsk-íslenskri síld á næsta ári á morgun. Það kom í ljós eftir fund hjá ráðinu á föstudag.
Samtök norskra útvegsmanna segja frá þessu á heimasíðu sinni. Áður hafi ICES lagt til að heildaraflinn yrði 560.000 tonn. Samtökin gera ráð fyrir að tillagan um heildaraflann verði mun lægri nú eða aðeins um 400.000 tonn. Það er verulegur niðurskurður sem mun bitna á öllum strandríkjunum að Íslandi meðtöldu.