MSC afturkallar vottanir fyrir allar makrílveiðar í Norðaustur-Atlantshafi

Deila:

Afturköllun á MSC vottorða fyrir allar makrílveiðar í Norðaustur-Atlantshafi verður laugardaginn 2. mars 2019. Þetta var tilkynnt í dag eftir aukaúttekt vottunarstofa sem tók til allra MSC vottaðra makrílveiða. Makríl sem veiddur er 2. mars 2019 eða síðar verður ekki hægt að selja sem „MSC vottaðan“ né heldur getur hann borið umhverfis merki MSC. Afturköllunin tekur til allra 4 fiskveiðivottorða fyrir útgerðir í 8 löndum Afturköllunin kemur í kjölfar þess að makrílstofninn í norðaustanverðu Atlantshafi fór niður fyrir aðgerðarmörk en heildarveiði hefur verið umfram vísindalega ráðgjöf. Þessi minnkun stofnsins leiddi til aukaúttektar hjá vottunarstofunum í nóvember 2018 og skýrslur þeirra um afturköllun vottunar er birt í dag.

Vonbrigði

„Þessi niðurstaða eru mikil vonbrigði. En nokkrir þættir eins og minnkandi stofn, heildar veiðikvótar umfram vísindalega ráðgjöf og lítil nýliðun gera það að verkum að fiskveiðarnar standast ekki lengur kröfur MSC staðlana um sjálfbærar veiðar. Að því sögðu treysti ég því að hagsmunaaðilar leggi fram áætlun um úrbætur í þessum efnum. Það er stöðugt unnið að því að endurskoða hvernig makrílstofnarnir eru metnir. Nokkrir skírteinishafar hafa nú þegar staðfest að þær ætli að vinna að viðeigandi aðgerðum til að flýta fyrir því að stofninn nái sér á ný. Gangi það eftir þá geta vottunarstofur hugsanlega gefið aftur út MSC skírteini fyrir þessar veiðar í náinni framtíð,“ segir Gísli Gíslason svæðisstjóri MSC í Norður Atlantshafi.

 Minnkun stofnsins

Á grunni vísindagagna hefur Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) tilkynnt að makrílstofninn hafi minnkað samfellt síðan árið 2011 þegar hann náði hámarki í 4,79 milljón tonnum. Á síðustu árum hefur aukin sókn ásamt lítilli nýliðum minnkað stærð stofnsins. Afleiðingin er sú að í september 2018 sendi Alþjóðahafrannsóknaráðið frá sér viðvörun um að stofninn hefði farið niður fyrir 2,75 milljón tonna, svokölluð aðgerðarmörk en við þau mörk er talið nauðsynlegt bregðast við til að stuðla að enduruppbyggingu stofnsins. Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur mælt með verulega minni veiðum fyrir árið 2019 eða sem nemur 318.403 tonnum.  Það þýðir 68,2% niðurskurð veiða frá því sem nú er, en þetta er álitið nauðsynlegt til að byggja stofninn upp að nýju. Skammtímaspár gera ráð fyrir að verði veiðin í samræmi við ráðgjöf  Alþjóðahafrannsóknaráðsins muni stofninn hugsanlega ná sér árið 2020-2021. Sé veiðum haldið í núverandi horfi leiðir það til skertrar nýliðunar og stofninn fari jafnvel niður fyrir varúðarmörk árið 2020.

 Hugsanleg endurskoðun á vísindalegri ráðgjöf

Á meðan á aukaúttekt vottunarstofanna stóð tók Alþjóðahafrannsóknaráðið til við mat á áhrifum á rannsóknagögnum ráðgjafarinnar.  Þannig á að veita betri innsýn í ástand makrílstofnsins vorið 2019.  Ráðið hóf þessa vinnu til að yfirfara óvissuþætti í núverandi mati. Ein fræðileg niðurstaða þessara vísindarannsókna kann að verða sú að stofnstærðarmatið fari aftur upp fyrir aðgerðarmörk. Verði það raunin munu vottunarstofurnar líkast til gera aðra aukaúttekt til að meta áhrifin af þessu nýja mati Alþjóðahafrannsóknaráðsins á frammistöðu fiskveiðanna út frá fiskveiðistaðli MSC. En stóra viðfangsefni allra fiskveiði þjóðanna er að ná samkomulagi og samnýta stofninn þannig að heildarveiðin sé í samræmi við vísindalega ráðgjöf. Það hefur ekki tekist og því er staðan eins og hún er.

Fiskveiðar sem afturköllun sem afturköllun vottunar nær til:

 

  • ISF veiðar á Íslendinga á makríl
  • Faroese Pelagic Organisation veiðar á makríl í Norðaustur-Atlantshafi
  • NIPSG (Northern Ireland Pelagic Sustainability Group) veiðar Norður Íra á makríl
  • MINSA sameiginlegt fiskveiðiskírtein á makríl í Norðaustur-Atlantshafi fyrir:

o Danmörk DPPO (Danish Pelagic Producers Organization)

o Írland IPSA (Irish Pelagic Sustainability Association)

o Írland IPSG (Irish Pelagic Sustainability Group)

o Holland PFA (Pelagic Freezer-trawler Association )

o Noregur NFA (Norges Fiskarlag/Norwegian Fishermen’s Association)

o Svíþjóð SPFPO (Swedish Pelagic Federation Producers Organisation)

o Bretland SPSG (Scottish Pelagic Sustainability Group)

 

Deila: