60 erindi um strandbúnað

Deila:

Ráðstefnan Strandbúnaður verður haldin upp úr miðjum marsmánuði. Á ráðstefnunni verða 10 málstofur, um 60 erindi og jafnframt er gert ráð fyrir þörunganámskeiði sem verða kynnt síðar. Eins og á síðasta ári eru tvær málstofur með keyptum erindum þar sem styrktaraðilar Strandbúnaðar 2019 kynna sína starfsemi, búnað og þjónustu. Ennþá er hægt að bæta fleirum við með keypt erindi.

Síðasta málstofan á ráðstefnunni, Salmon Farming in the North Atlantic, verður á ensku.  Í öðrum málstofum á Strandbúnaði 2019 verður tungumálið íslenska utan örfárra erinda sem verða á ensku.

„Við getum margt lært af nágrönnum okkar í Færeyjum í laxeldi á landi og sjó. Að þessu sinni eru tveir Færeyingar sem eru með erindi á Strandbúnaði 2019,“ segir í frétt um ráðstefnuna.

Sú nýjung er að nú er boðið upp á að vera með veggspjöld, kynna rannsóknaniðurstöður, þjónustu o.s.frv. en nánari upplýsingar er að finna HÉR. Nemendur geta fengið að vera með veggspjald án gjalds en þurfa að greiða ráðstefnugjald.

Skráning hefst um miðjan febrúar.

Deila: