Burðarás atvinnulífsins í brennidepli á N4

Deila:

 

Nú er kominn í sýningu þriðji þáttur sjónvarpsstöðvarinnar N4 um sjávarútveginn, burðarás atvinnulífsins. Fyrri tveir þættir komu til sýningar í desember og fyrr í þessum mánuði.

Í þessum þætti er fjallaði um tæknivæðinguna í sjávarútveginum, nú og í nánustu framtíð. Rætt er við fulltrúa tæknifyrirtækjanna Völku og Sameyjar og farið í heimsókn í Vísi í Grindavík. Þá er viðtal við prófessor Rögnvald Hannesson við Háskólann í Bergen, en fiskihagfræði er hans þekktasta fag.

Þennan þátt má sjá á slóðinni https://www.n4.is/is/thaettir/file/sjavarutvegur-burdaras-atvinnulifsins-3-thattur

 

Deila: