Verðmæti útfluttra sjávarfurða jókst um 21,7%

Deila:

Sjávarafurðir voru 39,8% alls vöruútflutnings landsmanna á síðasta ári og var verðmæti þeirra 21,7% hærra en árið áður. Aukning var í öllum undirliðum sjávarafurða milli ára sem meðal annars má rekja til sjómannaverkfalls í byrjun árs 2017.

Alls voru fluttar utan vörur að verðmæti rúmlega 53 milljarðar króna í desember. Útflutningur sjávaraurða af því nam alls 21,3 milljarði króna í og hafði þá aukist úr 13,8 milljörðum í desember 2017.

Þegar allt síðasta ár er tekið nemur útflutningsverðmæti heildarinnar rétt ríflega 602 milljörðum króna, sem er 15,9% vöxtur frá árinu áður. Af heildinni voru sjávarafurðir tæplega 240 milljarðar króna og jukust um 21,7%. Það er mesta aukning einstakrar útflutningsgreinar á árinu. Verðmæti útfluttra iðnaðarvar nam alls 321 milljarði krónu og jókst það um 14,7%.

Sjávarútvegur og iðnaður ( að mestu leyti álframleiðsla) standa saman undir megninu af útflutningsverðmæti þjóðarinnar með um 560 milljarða samanlagt

 

Deila: