Ufsinn hvarf eins og dögg fyrir sólu

Deila:

Gullver NS kom til löndunar í heimahöfn á Seyðisfirði á mánudagsmorgun, að því er segir á vef Síldarvinnslunnar. Afli skipsins var 82 tonn, mest þorskur en einnig ýsa og ufsi.

Haft er eftir Þórhalli Jónssyni að veðrið hafi verið eins og best verður á kosið. „Við byrjuðum í þorski og ýsu á Tangaflaki og að Fæti en síðan var haldið suðureftir í leit að ufsa. Við fengum ufsa í Berufjarðarál í eina nótt en síðan hvarf hann eins og dögg fyrir sólu. Við restuðum síðan í þorski á Gerpisflakinu. Líklega verður haldið til veiða á ný á föstudag og tekinn einn stuttur túr fyrir jólin,“ segir hann.

Deila: