Fyrsta vika strandveiða að baki

Deila:

Strandveiðiflotinn veiddi að jafnaði 194 tonn af þorski á dag í fyrstu viku strandveiða. Veiðar hófust á þriðjudag en einnig var veitt miðvikudag og fimmtudag. Rúmlega 583 tonn af þorski komu á land. 80 tonn af ufsa komu á land þessa þrjá daga.

Hafa ber hugfast að enn á eftir að skrá fjölmarga báta til veiðanna, ef miðað er við síðustu ár. Búist má við að um 800 bátar sæki um strandveiðileyfi.

Heimilt er að veiða 10 þúsund tonn af þorski á vertíðinni.

Deila: