Rækjuvinnsla á Hólmavík stöðvuð

Deila:

Rækjuvinnsla Hólmadrangs á Hólmavík, sem er í eigu dótturfélags Samherja, hefur verið stöðuð. Þetta kemur fram í frétt á vef Samherja. Þar segir að reksturinn hafi verið erfiður. Viðvarandi tap hafi verið á rekstrinum en í fyrra nam tapið 205 milljónum króna. „Staðsetning vinnslunnar er á margan hátt óhagstæð, flutningskostnaður mikill á hráefni til vinnslunnar. Tilfinnanlegur skortur er á frystigeymslum á Hólmavík. Þetta hefur m.a. haft í för með sér að hluti hráefnisins hefur verið geymdur í öðrum landshluta með tilheyrandi óhagræði og kostnaði,” segir í fréttinni.

Í ljósi stöðunnar hefur stjórn Hólmadrangs ákveðið að stöðva rækjuvinnsluna um næstu mánaðamót. Starfsfólk var í dag upplýst um stöðu mála og að óbreyttu komi til uppsagna um mánaðamótin í samræmi við gildandi starfssamninga og reglur um hópuppsögn. Starfsmenn félagsins eru um tuttugu.

Fréttin í heild

Deila: