Íslandi boðið á North Atlantic Seafood Forum

Deila:

Ísland hefur fengið boð um að vera gestaþjóð á á North Atlantic Seafood Forum (NASF) sjávarútvegsráðstefnunni 5.- 7. mars 2019 í Bergen. Þátttakan er gott tækifæri fyrir Ísland til að kynna sig fyrir hagsmunaaðilum í sjávarútvegi á alþjóðavettvangi en um 800 gestir frá 30 löndum sækja ráðstefnuna.

Kynningarfundur verður haldinn mánudaginn 4. júní kl. 14:00 hjá Íslandsstofu, Sundagörðum 2. Á fundinum verða hugmyndir um þátttöku Íslendinga kynntar: fyrir hverja, markmið, ávinningur, kostnaður, kostunarmöguleikar o.fl.

Um ráðstefnuna

North Atlantic Seafood Forum, sem haldin er árlega í Bergen í Noregi, er ein stærsta sjávarútvegsráðstefna heims. Þeir sem sækja ráðstefnuna eru áhrifafólk í alþjóðlegum sjávarútvegi sem og kaupendur, framleiðendur, sérfræðingar o.fl. Reikna má með að fjöldi gesta sé um 900 manns frá 30 löndum og u.þ.b. 300 fyrirtækjum. Á ráðstefnunni eru rædd málefni sem snerta einkum hagsmuni landa við Norður Atlantshaf. Þar er m.a. fjallað um nýsköpun, sjálfbærni, framboð og markaðsmál;  16 málstofur og 150 fyrirlestrar.

Ísland sem gestaþjóð 2019

Íslenskum aðilum, fyrirtækjum í framleiðslu, sölu og þjónustu við sjávarútveg, aðilum í stuðningsumhverfi greinarinnar gefst tækifæri á að taka þátt, efla tengsl, taka þátt í samtali og taka púlsinn á því sem er að gerast í greininni á alþjóðavettvangi. Og kynna vörur sínar og þjónustu.

Kynningarfundur hjá Íslandsstofu mánudaginn 4. júní kl. 14

Á fundinum sem haldinn verður hjá Íslandsstofu Sundagörðum 2, mun hópurinn sem stendur að undirbúningi segja frá ráðstefnunni, markmiðum með þátttökunni og kynna tillögur að framkvæmd, hverjir geta tekið þátt o.fl.

Nánari upplýsingar um verkefnið veitir Björgvin Þór Björgvinsson verkefnisstjóri hjá Íslandsstofu: bjorgvin@islandsstofa.is, sími 898 7702.

 

Deila: