Afar velheppnuð sjávarútvegssýning

Deila:

Aðsókn að sýningunni Sjávarútvegur 2019, sem lauk síðastliðinn föstudag, var afar góð. Um 18.000 gestir sóttu sýninguna og voru sýnendur ánægðir með árangurinn. Þar voru kynntar margvíslegar nýjungar á sviði tækja og búnaðar í öllum greinum sjávarútvegsins. Fjölmargir samningar um sölu alls kyns búnaðar voru undirritaðir á sýningunni.

 

 

Deila: