27 bátar hafa landað grásleppu

Deila:

Benni ST 5 er aflahæsti báturinn á grásleppuveiðum nú þegar fyrsta vika veiða er að baki. Grásleppuveiðar mátti hefja þann 1. mars síðastliðinn en fyrstu bátarnir komu með sleppu að landi þann 3. mars. Benni er með 4,5 tonn af grásleppu í tveimur veiðiferðum. Samtals hafa 27 bátar landað grásleppu í vikunni.

Næsti bátur á listanum er Hlökk ST 66 á Hólmavík með 3,9 tonn, einnig í tveimur löndunum. Fram hefur komið að algengt verð þessa fyrstu viku grásleppuveiða er um 700 krónur á kíló.

Hafaldan EA hefur nýtt flesta daga eða fimm talsins. Hann hefur landað 3,7 tonnumaf grásleppu. Hér fyrir neðan er listi yfir aflahæstu bátana þessa fyrstu viku.

Deila: