Ekki neikvæð áhrif

Deila:

Fiskeldi Austfjarða hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna yfirlýsingar stjórnar Loðnuvinnslunnar hf. í fréttatilkynningu 5. desember s.l.

Í yfirlýsingunni hafa forsvarsmenn Loðnuvinnslunnar hf. áhyggjur af áhrifum lífrænna efna frá fiskeldi í Fáskrúðsfirði á sjótöku fyrirtækisins í firðinum. Fiskeldi Austfjarða hf. óskaði í kjölfarið eftir fræðilegu áliti sjálfstæðra vísindamanna í umhverfismálum hjá Rorum ehf. sem unnið var undir stjórn dr. Þorleifs Eiríkssonar.

Niðurstöður vísindamanna liggja nú fyrir. Ljóst er að sjókvíeldi í Fáskrúðsfirði mun ekki hafa neikvæð áhrif á gæði sjávar sem Loðnuvinnslan h.f. mun nota.

„Af þessum 2 rannsóknum má sjá algerlega ótvíræða niðurstöðu. Vatnsinntak Loðnuvinnslunnar er 6,7 km frá næstu kvíum í straumstefnu (mynd 2) þannig að algerlega útilokað er að þeir muni nokkurn tíman finna neina breytingu á sínum vatnsgæðum vegna sjókvíaeldis í firðinum“.

Hér fer á eftir samantekt fyrirtækisins RORUM sem unnin var að í framhaldi af yfirlýsingu forsvarsmanna Loðnuvinnslunnar.

http://www.lf.is/oflokkad-is/sjokvieldi-i-faskrudsfirdi-mun-ekki-hafa-neikvaed-ahrif/

 

 

Deila: