Eins og best verður á kosið

Deila:

Vinnsla á norsk-íslensku síldinni gengur mjög vel í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Síldin er stór og nýtingin eins og best verður á kosið. Unnin eru á milli 700-800 tonn á sólarhring, en öll síldin er flökuð og ýmist fryst með hefðbundnum hætti eða vakúmpökkuð. Síðustu dagana hefur vinnslan verið samfelld en framundan er helgarfrí.

Í gær var verið að vinna síld sem Beitir NK kom með nóttina áður. Aflinn var 1.340 tonn og fékkst norðan við á Glettinganesflak. Tómas Kárason skipstjóri segir að vel hafi gengið að veiða. „Við fengum aflann í fjórum holum og það var stutt dregið, eða í tvo til fjóra tíma. Stærsta holið var um 460 tonn. Þessi síld er góð  og það er talsvert mikið að sjá af henni. Á daginn eru stórar torfur niðri og á næturnar koma þær upp. Sú síld sem við fylgdumst með virtist þokast í norður eða norðvestur. Það er ekki hægt annað en lítast vel á áframhaldandi veiði og það er ánægjulegt að sjá hve mikið af norsk-íslenskri síld er inni lögsögunni og skammt frá landi, en þegar við hættum veiðum vorum við um 45 mílur frá Norðfirði,“ segir Tómas í samtali á heimasíðu Síldarvinnslunnar.

SVN síld sept

Deila: