Matís stýrir ýmsum norrænum verkefnum

Deila:

Fundur á vegum Nordic Marine Innovation Programme 2.0 var haldin í Kaupmannahöfn nú fyrir stuttu. Sjóðurinn er á vegum Nordic Council of Ministers og er hugsaður til að efla rannsóknir og þróun í sjávartengdum verkefnum á Norðurlöndunum og efla sjálfbæran vöxt og auka frumkvöðlastarf og samkeppnishæfni á svæðinu.

Matís kemur að mörgum þeim verkefnum sem þarna voru til umfjöllunar og stýrir nokkrum þeirra.

  • Kolbrún Sveinsdóttir kynnti verkefni um þörunga – „Seaweed bioactive ingredients with verifiedin-vivo bioactivitiesbioactive“
  • Margrét Geirsdóttir kynnti verkefni um collagen framleiðslu – „Production of hydrolysed collagen from fishery by products“
  • Guðmundur Stefánsson kynnti verkefni um gæði og virði á Makríl afurðum fyrir alþjóðamarkað – „Improved Quality and Value of Nordic Mackerel Products for the Global Market“
  • Gunnar Þórðarson stýrði verkefni um ofurkælingu í fiskvinnslu sem lauk á síðasta ári – „Super-Chilling of Fish“

„Matís var einnig með aðkomu að verkefni um nýtingu á ræktuðum þörungum „MacroValue: Improving the understanding of seasonal variation in cultivated macroalgae“.

Öll þessi verkefni eru unnin til að efla verðmætasköpun framtíðar og eru unnin í náinni samvinnu atvinnulífsins, þekkingariðnaðarins og háskólasamfélagsins. En það er ekki nóg að hafa góða hugmynd heldur þarf að vera geta til að breyta henni í verðmæta framleiðslu framtíðar. Til þess þarf réttan mannauð og fjárhagslegan styrk. Með náinni samvinnu aðila sem hafa víðtæka þekkingu og reynslu ásamt skipulagi og fjármagni er hægt að koma hugmyndum áfram og skapa með því verðmæti í framtíðinni.

Rannsóknir og þróun eru forsenda framfara og velgengni fyrirtækja og almennings eru undir því komin að vel takist til,“ segir í frétt frá Matís.

 

Deila: