Gefa út orðabók til að auka fisksölu

Deila:

Nú er unnið að útgáfu kínversk-færeyskrar orðabókar, sem koma mun út á næsta ári. Markmiðið með útgáfunni er greiða fyrir samskiptum á milli landanna, aðallega á sviði sjávarútvegs.

Eldislax og fiskur úr hefðbundnum veiðum er uppistaðan í útflutningi frá Færeyjum. Þó danska sé almennt annað tungumál Færeyinga, fara viðskipti við umheiminn að mestu leyti fram á ensku.

Þau, sem vinna að gerð orðabókarinnar eru Johanna Magnusardóttir, sem stundar nám í kínversku, Kimberly Joy, sem er að afla sér kennsluréttinda í Færeyjum og Færeyingurinn David Fossdalsá.

Orðabókin verður gefin út af færeyska útgáfufyrirtækinu Sprotin, sem jafnframt vinnur að því að viðhalda og styrkja færeyska tungu, sem enn er töluð af öllum innfæddum íbúum eyjanna.

Deila: